Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Nauta framhryggjarsneiðar "Rib eye"

með gráðaostakryddsmjöri og grilluðum kartöflum

Fjöldi
4
Innihaldsefni 4 Rib eye steikur, u.þ.b. 300 g, vel fitusprengdar Olía, salt og svartur pipar úr kvörn GRÁÐOSTAKRYDDSMJÖR 1 box gullgráðaostur 100 g smjör 2 hvítlauksgeirar 4 stk. sólþurrkaðir tómatar 1 msk. söxuð steinselja 5 stk. grænar ólífur Svartur pipar úr kvörn
Aðferð

Grillið steikurnar við háan hita í nokkrar mínútur á hvorri hlið.

 

GRÁÐOSTAKRYDDSMJÖR

  1. Látið gráðaostinn og smjörið ná stofuhita.
  2. Saxið hvítlauk, sólþurrkuðu tómatana og ólífurnar.
  3. Blandið öllu saman í skál með gaffli.
  4. Hægt er að rúlla smjörinu upp í plastfilmu, kæla og skera niður eins og hefðbundið kryddsmjör eða bera það fram eins og mauk.Hvort tveggja er mjög gott

 

GRILLAÐAR KARTÖFLUR

  1. Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru næstum gegnsoðnar.
  2. Skerið í tvennt eftir endilöngu.
  3. Penslið sárið með olíu ogklárið að elda á grillinu.
  4. Kryddið með salti og pipar.

 

Berið fram með litríku sumarlegu salati og grilluðum kúrbít.

 

VÍNIN MEÐ
Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum. Hér er það þó rauðvínið sem ræður ríkjum.

Frá þemadögunum 'Sum vín eru sumarvín' - júní 2009 (PDF) Uppskrift fengin frá Ingvari Sigurðssyni
Fleiri Nautakjötsréttir