Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Kjötplatti

með ólífum og chili-sultu

Innihaldsefni Chorizo pylsa Lítil chorizo pylsa Salami pylsa Prosciutto skinka Mozzarella ostur Prima Donna ostur Chili-sulta Ítölsk steinselja til skrauts UNO-ÓLÍFUR 50 g grænar ólífur, La española 50 g svartar ólífur 10 g basil 10 ml sólblómaolía 1 stk. sítróna, skorin smátt Svartur pipar Salt ½ stk. chili Bragðbætt með sítrónuolíu CHILI-SULTA 1 stk. chili 200 g frosin rauð paprika 2 stk. hvítlauksgeirar 80 g tómatar í dós 150 g sykur 25 ml hvítvínsedik
Aðferð
  1. Raðið öllu fallega saman á platta.
  2. Setjið chili-sultuna á Prima Donna ostinn.
  3. Skreytið með ítalskri steinselju.


UNO-ÓLÍFUR

  1. Basil, sítróna og chili skorin niður.
  2. Öllu blandað saman.
  3. Látið bíða í kæli í sólarhring til að fá meira bragð í ólífurnar.

 

CHILI-SULTA

1. Setjið allt í pott og sjóðið í 30 mínútur.
2. Maukið með töfrasprota.

 

VÍNIÐ MEÐ

Í vöruleitinni er sniðugt að haka við vín sem henta vel með smáréttum til að fá lista yfir þau sem parast best með þessum rétti.

Úr þemabæklingnum "Sumarveisla 2011" (PDF) Uppskrift fengin frá Eyþóri Mar Halldórssyni, UNO
Fleiri Skyldir Réttir