Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Malbec

17. apríl er alþjóðlegur dagur Malbec þrúgunnar. Upprunalega var hún aðallega ræktuð í Cahors í Frakklandi þar sem hún er gjarnan kölluð Cot. Flestir tengja þó Malbec við Argentínu, enda oft kölluð einkennisþrúga landsins. Í Argentínu er hún mest ræktuð í Mendoza og er hægt að finna rauðvín úr Malbec í öllum gæðaskalanum, allt frá léttum og ávaxtaríkum, ungum rauðvínum og yfir í vín sem eru kraftmikil, hafa verið þroskuð í eikartunnum og eldast vel í mörg ár. 


Malbec gefur gjarnan af sér rauðvín með dökkum ávexti, eins og plómu og brómberjum, og býr yfir góðri tannínbyggingu. Kröftugri vínin henta vel með nautakjöti, sem Argentína er einnig þekkt fyrir, eða öðru kraftmeira kjöti á meðan ávaxtaríkari og léttari vínin henta betur með léttari aðalréttum eins og svínakjöti og grilluðu kjöti. Hér má skoða lista yfir Malbec frá Argentínu.

 


Berglind Helgadóttir DipWSET
vínráðgjafi