Áfengi í matargerð

Áfengi hefur lengi verið notað sem innihald í matargerð og til eru bæði rótgrónar uppskriftir sem og nýstárlegar sem innihalda áfengi af einni tegund eða annarri. Ef maður er ekki mikið fyrir að fylgja eftir uppskriftum og vill leyfa ímyndunaraflinu að taka völdin, þá eru möguleikarnir endalausir. Þegar áfengi er notað í matargerð er það ekki notað sem viðbót við matinn heldur vegna ákveðinna efnafræðilegra eiginleika. Léttvín, styrkt vín, bjór og sterkt áfengi ljær réttinum flóknari bragðeinkennum og byggingu sem vatn eða kjötkraftur nær sjaldnast fram. 
 
Sex aðferðir við notkun áfengis í matargerð:
• Steikja 
• Gufusjóða
• Marinera
• Snöggsteikja við háan hita, brúna
• Til að leysa skófir úr pönnu eða potti
• Bakstur
 
Hvað þarf að hafa í huga
Yfirleitt er tiltekið í uppskrift hvers kyns áfengi á að nota í matargerðina.  Hvort sem um ræðir léttvín, styrkt vín, bjór eða sterkt áfengi þá er ágætt að hafa það í huga að áfengið þarf að vera eitthvað sem maður getur hugsað sér að drekka sjálfur, því það eimir alltaf af bragðeinkennum þess.    
Ekki nota of mikið því það getur bitnað á bragðinu og gert réttinn beiskari en ákjósanlegt er. Það er líka auðveldara að bæta við heldur en að draga úr. 
 
Alkóhól gufar ekki upp að öllu leyti
USDA í samstarfi við Journal of the American Dietetic Association hafa mælt hversu mikið alkóhólmagn verður eftir í elduðum mat og skiptir eldunaraðferð þar máli en einnig stærð potta og panna, ásamt öðru innihaldi í réttinum.
 
 
 
 
 
Ef þú ert í einhverjum vanda með val á áfengi í matargerðina þá er tilvalið að leita til starfsfólks okkar sem býr yfir góðri þekkingu á vörum okkar.
 
Berglind Helgadóttir DipWSET
Vínsérfræðingur