Greinar
31.10.2017
Sake er líklegast einn þekktasti áfengi drykkur Japans, þó japanir hafi reyndar getið sér góðs orðs fyrir viskíframleiðslu síðastliðin ár. Sake á sér langa sögu í Japan sem áfengur drykkur en er tiltölulega nýr fyrir okkur, þessa eyjaþjóð í Norður-Atlantshafi.
26.09.2017
Ég var að gæða mér á grillaðri hörpuskel um daginn og fór að velta fyrir mér heitinu á þessu lindýri. Á mörgum tungumálum er góðgætið kennt við heilagan Jakob, þann sama og Jakobsvegurinn er kenndur við.
01.09.2017
Bjór og októberfest kemur kannski fyrst upp í hugann þegar Þýskaland er nefnt en Þjóðverjar gera þó einnig ágætis vín. Framleiðsla vína er ekki ný af nálinni í Þýskalandi en eins og víðar í Evrópu má rekja einna elstu leifar víngerðar til veru Rómverja í landinu.
30.06.2017
Í gegnum aldirnar hefur freyðing vína vakið athygli og hefur hennar verið getið í skrifum Forn-Grikkja og Rómverja. Ástæðan fyrir loftbólunum hefur verið talin tengjast ýmsum undrum, allt frá sjávarföllunum til góðra og illra anda. Sumir kölluðu þennan leyndardómsfulla freyðandi drykk vín djöfulsins. Á miðöldum vakti það eftirtekt að vín frá Champagne héraðinu hafði tilhneigingu til að freyða en þetta var talinn galli á þeim tímum.
30.06.2017
Prosecco er framleitt með tankaðferðinni en sú aðferð miðar að því að vínið sé ferskt og ávaxtaríkt þegar það er borið fram. Vínið er að öllu jöfnu ósætt en ávaxtaríkt og er talið henta vel í ýmsar gerðir kokteila, þar sem sætan yfirkeyrist ekki. Prosecco er gert úr þrúgunni Glera.
30.06.2017
Freyðivín er framleitt með mismunandi aðferðum sem allar leiða þó að ákveðnu takmarki: að búa til freyðandi vín. Þegar freyðivín er búið til er ófreyðandi hvítvín gerjað aftur. Freyðivín er sem sagt alltaf gerjað tvisvar. Það sem skiptir vínframleiðandann mestu máli er þó hvernig koltvísýringurinn er fangaður í flöskuna.
08.06.2017
Hvað er sett á grillið? Yfirleitt er það eitthvað sem okkur þykir einstaklega gott og þá alveg til í að rista það aðeins á grillinu til þess að fá í matinn þennan einstaka grillkeim. Svo má taka þessa umræðu um hvort að gasgrill gefi þennan rétta tón, eða hvort það séu eingöngu viðarkolin sem geti gefið hann.
19.05.2017
Slow Food er tiltölulega nýlegt fyrirbæri fyrir okkur Íslendinga, enda kannski ekki svo langt síðan skyndibitamatur varð áberandi hér landi, þrátt fyrir að pylsurnar hafi svo að segja verið samofnar við þjóðarsálina í þó nokkra áratugi.
02.05.2017
Það er einn af þessum sumardögum þegar sólin skín og fólk flykkist út á pall eða garð; einhverjir kveikja á grillinu, á meðan aðrir útbúa sér matarmikið salat. Með hlaðborð af kræsingum, hvað hentar þá betur en að hella kældu rósavíni í glas?
02.05.2017
Rósavín er ekki bara bleikur drykkur í glasi. Til eru ýmsar gerðir rósavína og geta þau verið jafn ólík og þau eru mörg, rétt eins og hvít- og rauðvínin. Litrófið spannar allt frá jarðarberjableikum til laxableiks og yfir í múrsteinsbleikan.