Greinar

Greinar

Bjór og matur

28.02.2019

Hinir ólíku bjórstílar víðs vegar um heiminn eru ansi margir, en brugghús brugga bæði gamla stíla ásamt því að skapa nýstárleg tilbrigði við þekkt stef. Smekkur hvers og eins ræður þó mestu og því er um að gera að prófa sig áfram við að kynnast hinum ævintýralega heimi bjórsins.

Sushi og vín

07.02.2019

Sagði einhver sushi? Fyrir einhverjum áratugum hefði það aðeins verið lítill hópur sem hefði gert það en í dag eru það kannski fleiri en færri sem fá sér reglulega sushi. Enda hefur framboðið aukist gífurlega og margir sem setja það ekki fyrir sig að rúlla nokkrar rúllur og skella í örfáa bita heima sér.

Freyðivín

26.12.2018

Um hátíðarnar er algengt að framreiddar séu þriggja rétta máltíðir. Forréttir og freyðivín stuðla ekki bara saman heldur parast einstaklega vel saman. Freyðivín hentar vel með fiskmeti, eins og t.d. laxi og skelfiski, hvort sem það er hrátt, eldað eða í súpu. Lambrusco er gott með parmaskinku, parmesan osti og balsamik ediki. Ferskur aspars, léttsteiktur á pönnu, með parmesan osti og smá salti er eitthvað sem gott freyðivín ræður vel við. Svo má nú ekki gleyma öllum ostunum.

Lífsvatnið

27.11.2018

Orðið aquavit/akvavit kemur úr latínu (aqua vitae) og þýðir bókstaflega vatn lífsins og er fyrst getið á Norðurlöndunum á 14. öld. Ákavíti eru vinsæl við hátíðartilefni í Skandinavíu og norður-Þýskalandi.

Islay viskí

02.11.2018

Nú þegar vetrarlægðir byrja að hamra á hverju húsi landsmanna er ekki seinna vænna að huga að þeim hágæða drykkjum sem geta hlýjað okkur um hjartarætur og leitt hugann að einhverju öðru en kuldanum sem fylgir vetri. Brandí, sér í lagi koníak, hefur verið vinsæll kostur hér á landi um árabil, sérstaklega yfir hátíðirnar. Viskí hefur einnig verið vinsælt val, sérstaklega á undanförnum árum þar sem við höfum séð mikla aukningu í sölu og áhuga á skoskum einmöltungum.

Lyon

14.08.2018

-HJARTA MATARMENNINGAR FRAKKLANDS-
Um borgina Lyon renna tvær ár, Rhone og Saone, reyndar segja gárungar að árnar séu þrjár, að sú þriðja sé Beaujolais. Vínin frá því svæði og Rhone eru gjarnan í boði á veitingahúsum Lyon. Borgin er vel staðsett á milli þessara tveggja vínræktarsvæða. Lyon er þægileg borg, snyrtileg, með allt til alls og fullt af sögulegum minjum. Það má nefna að Claudius, fyrsti rómverski keisarinn sem fæddur var utan Ítalíu, fæddist í Lyon. 1528 fannst bronstafla með áletraðri ræðu Claudiusar, í víngarði á Croix-Rousse hæðinni. Í dag er þar einn stærsti útimarkaður í Lyon sem gaman er að rölta um.

Náttúruvín

03.08.2018

Vínheimurinn er gríðarstór og margt sem velkist um í honum sem nær ekki endilega á strendur þessarar eyju sem við köllum Ísland. Undanfarið hefur rekið á fjörur okkar nýjung, eða gömlung, sem kallast náttúruvín eða natural wine á ensku.

Veitingar í brúðkaupsveisluna

04.07.2018

Það er að mörgu að huga þegar halda á brúðkaupsveislu. Mjög mörgu. Sem betur fer eru fjölmiðlar duglegir að dæla út efni sem aðstoðar fólk við að skipuleggja veisluna. Og það er alltaf gott að fá aðstoð, sérstaklega ef maður er ekki excel sérfræðingur eða óvanur að skipuleggja með litakóðum.

Freyðivínskokteilar

12.06.2018

Hvort sem sumarið kemur, eða ekki, þá ætti það ekki að aftra okkur frá því að dreypa á freyðivíni, þó svo að það sé vissulega kannski aðeins ljúfara að hafa vermandi sólargeislana í andlitinu (og hífandi rokið í hárinu). Undanfarið hefur freyðivínssala aukist mikið og hefur þá sérstaklega borið á Prosecco æðinu sem vaðið hefur yfir alla heimsbyggðina, sér í lagi í formi Aperol Spritz drykksins. Hann er þó langt í frá að vera eini freyðivínskokteillinn, né heldur er hann sá fyrsti. Nokkrar greinar er að finna um freyðivín hérna á Vínbúðarvefnum þar sem meðal annars er hægt að fræðast um ólíka stíla, framleiðsluaðferðir og sögu freyðivíns.

Óvissuferð - Minna þekktar hvítar þrúgur

03.04.2018

Mér barst til eyrna fyrir stuttu að vorið væri í nánd og að því kuldakasti loknu kemur sumarið og sólin vermir með allt umvefjandi hlýjum geislum. Þann stutta tíma sem sumarið ræður ríkjum hér á landi er tilvalið að færa sig úr þungum, rauðum vínum yfir í léttari hvítvín. Hvítvín úr þekktum þrúgum eins og Chardonnay, Pinot Grigio og Riesling eru vinsælar, en hvernig væri að fara í smá óvissuferð og prófa vín úr öðrum þrúgum?