Greinar

Greinar

Bjór og pizza

19.10.2016

Líkt og bjór eru pizzur jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Grunnur, sósa og ekki síst álegg eru afar mismunandi og því að ýmsu að huga þegar kemur að pörun pizzu og bjórs. Oftast er talað um pizzur sem frekar létta máltíð, en eins og allir áhugamenn um góða pizzu vita þá er það langt frá því algilt.

Októberfest

10.10.2016

Þrjár vikur. Allt að sjö milljónir manna. Fimm hundruð þúsund kjúklingar, hundrað tuttugu og fimm þúsund pylsur og síðast en ekki síst, átta milljón lítrar af bjór.

Nýja-Sjáland

03.10.2016

Vín frá Nýja-Sjálandi eru aðeins smábrot af allri vínframleiðslu heimsins. Þrátt fyrir smæð sína hefur þeim tekist að stilla sér upp með þeim bestu hvað gæði varðar.

Vín með kydduðum mat

22.09.2016

Það getur verið þrautin þyngri að finna heppileg vín með krydduðum mat, ekki síst austurlenskum. Kryddin breyta bragðinu á víninu; til dæmis dregur chili úr sætunni og þá virðist vínið tannískara, beiskt og jafnvel málmkennt. Í raun þarf ekki svo sterk krydd til að hafa þessi neikvæðu áhrif.

Berjalíkjörar

13.09.2016

Berjasprettan hefur verið afar góð og svigna bæði rifsberja- og sólberjarunnar undan öllum berjunum þetta haustið. Ljúffengt er að útbúa sultur úr uppskerunni, en einnig getur verið gaman að búa til sinn eiginn líkjör til að bjóða upp á á aðventunni. Það eina sem þarf til eru berin, sykur, vodki og biðlund fram að jólum!

Rabarbara kokteilar

05.09.2016

Nú þegar haustið hellist yfir er blússandi uppskera í mörgum matjurtagarðinum. Rabarbari er auðveldur í ræktun og ljúffengur í allskyns bakstur, sultur og grauta.

Portúgal

30.04.2012

Þegar talað er um Portúgal sem vínframleiðsluland koma púrtvínin fljótt upp í hugann. Löng hefð er þó fyrir framleiðslu á góðum léttvínum og hafa rauðvínin verið einna þekktust. Margir sem komnir eru á miðjan aldur kannast þó sjálfsagt við portúgölsk rósavín en þau voru gjarnan drukkin þegar farið var út að borða...

Humlar og malt

01.11.2011

Blóm klifurjurtarinnar humals gefur bjórnum beiskju en krydda hann einnig og gefa honum ilm sem getur minnt á greni, gras, laufkrydd, yfir í keim af sítrus eða jafnvel suðrænum ávöxtum, allt eftir því hverjar af hinum fjölmörgu tegundum humla eru notaðar. Bygg er bleytt og látið spíra, en það kallast malt eftir að það hefur verið ristað til að þurrka það. Það er einmitt mismunur á þessari ristun sem ræður hversu dökkt maltið er og hversu mikið ristað bragð það gefur bjórnum...

Góð ráð fyrir fríið

08.07.2011

Þegar sól hækkar á lofti og ferðafiðringurinn gerir vart við sig fæ ég gjarnan ferðatengdar spurningar eins og hvernig vín henti í ferðalagið....

Tangó fyrir tvo

08.07.2011

Argentína er þekkt fyrir bæði nautakjöt og tangó. Nautakjötið vegna þess hversu bragðgott og meyrt það er, ljúft undir tönn og gleðigjafi...