Greinar
21.03.2017
Gin hefur náð töluverðum vinsældum síðustu ár. Hér áður voru fáir sem drukku gin og þá aðallega í tonik eða greip, að vísu var Dry Martini kokteillinn vinsæll drykkur á undan mat.
13.03.2017
Nýja Sjáland eins og flestir vita er afskekkt eyja í suðvesturhluta Kyrrahafsins um 1.500 km austan við Ástralíu. Megnhluti ríkisins samanstendur af tveimur eyjum, Norðurey og Suðurey, ásamt smærri eyjum. Landslagið einkennist af samblöndu landriss og eldvirkni og er því landfræðilega nokkuð fjölbreytt.
25.02.2017
Fiskur og rauðvín hefur sjaldan þótt fara vel saman, allavega ekki hér á landi. Frændur vorir norðmenn eru þó með það á hreinu að rauðvín með soðnum þorski sé algjör veislumatur og haldið ykkur nú fast; rauðvín með soðnum þorski, hrognum og lifur, þá er sko hátíð!
02.01.2017
Fræðsla er stór hluti í þjónustu Vínbúðanna og er vel við hæfi að hefja nýtt ár á Ítalíu, en vín þaðan njóta aukinna vinsælda og þá sér í lagi rauðvínin.
30.12.2016
Það er bara eitt um rósavínssölu undanfarinna á Íslandi ára að segja; hún er niður á við. Á meðfylgjandi línuriti má sjá þróunina síðastliðin 18 ár.
30.12.2016
Sumarið er í hugum margra tími rósavínsins. Það er létt og ferskt og langbest borið fram kælt, sem er tilvalið á heitum sumardegi. Það hentar vel með grillmat og léttum sumar réttum, möguleikarnir á ljúffengri pörun með mat eru nánast endalausir. Kokkarnir á Sushi Samba, með Aron Má Jóhannsson í broddi fylkingar, göldruðu fram 6 ljúffenga rétti sem smellpassa með rósavíninu og má skoða þær hér. Njótið vel!
30.12.2016
Fyrsta reglugerð um lífræn matvæli var gefin út árið 1991 af Evrópusambandinu. Þessi reglugerð tók yfir plöntur, ræktun þeirra og matvörur unnar úr þeim. Þar með var komin reglugerð sem hafði með vínframleiðslu að gera.
30.12.2016
Sögu skipulagðrar víngerðar má rekja aftur um ein 7.000 ár eða svo. Það sem við köllum léttvín eða borðvín er því ekki nýtt fyrirbrigði. Fornminjar gefa til kynna að fyrst hafi skipulögð vínræktun í víngörðum hafist í Kákasus. En fljótlega eftir það barst þessi þekking til landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins ...
30.12.2016
Lífræn ræktun vínviðarins leiðir af sér að allt umhverfi vínviðarins, svo sem garðurinn sjálfur og allt nánasta umhverfi hans, tryggir náttúrunni á svæðinu ákveðið heilbrigði og jafnvægi. Til þess að tryggja frjósemi jarðvegsins er eingöngu notaður húsdýraáburður og inn á milli vínviðarraðanna er ræktaður annar gróður sem tryggir fjölbreytileika í flóru víngarðsins.
30.12.2016
Til þess að vínviðurinn skili sem bestum árangri er mikilvægt fyrir vínbóndann, sem framleiðir lífrænt vín að hafa eftirfarandi í huga...