Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Bláskel og vínin með

Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni. 

Mjög þægilegt er að nýta sér leitarvélina á vínbúðarvefnum og haka þar við skelfisktáknið í leitinni til að fá lista yfir öll þau vín sem henta með skelfiski.