Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Kostnaður og ávinningur af einkasölu

Háskólinn í Michigan gerði rannsókn þar sem kannaður er kostnaður og ávinningur af einkasölu ríkis á áfengi og dreifingu. Byggt var á þriggja áratuga gögnum frá ýmsum fylkjum Bandaríkjanna. Helstu niðurstöður voru:

  • Fylki með ríkisrekstur fengu tvöfalt meiri tekjur en fylki sem seldu áfengissöluleyfi til verslana.
  • Fylki með einkaleyfi á sölu áfengis fengu inn meiri tekjur af áfengissölu, jafnvel þó þau seldu minna magn, en fylki sem höfðu einkavætt áfengissöluna.
  • Áfengisneysla var 12-15% minni í fylkjum með ríkisrekstur.
  • Sterkar vísbendingar um að ríki sé ábyrgari söluaðili áfengis en einkaaðili.

Nánar má lesa um rannsóknina hér