Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Stýrð áfengissala betri kostur

Öll fylki í Bandaríkjunum setja einhverskonar kvaðir á áfengi, s.s í formi skattlagningar, takmörkun á áfengissöluleyfi og sölutíma og í flestum tilfellum er krafist þriggja laga kerfis þar sem eignarhald framleiðenda, heildsala og smásala þarf að vera aðskilið. Einkavæðing á sölu áfengis hefur því ekki leitt til fullkomlega frjáls markaðar í Bandaríkjunum.

Þrátt fyrir það sýna niðurstöður þessarar rannsóknar, sem skoðar fyrirkomulag á milli fylkja í Bandaríkjunum og metur afleiðingar einkavæðingar, hversu illa það getur farið að taka söluna frá ríkinu.

Niðurstaða:

  • Fylki með stýrða áfengissölu eru líklegri til að halda úti verslunum á fámennum svæðum.
  • Fylki með stýrða áfengissölu neyta 13% minna af sterku áfengi og 7% minna af áfengi meðal 15 ára og eldri.
  • Einkavæðing vínbúða eykur áfengisneyslu og skaðsemi af völdum þess s.s. líkamsárásir, sjálfsvíg, umferðarslys, lifrabólgu og fleiri sjúkdóma.
  • Samfélagslegur kostnaður af völdum áfengisneyslu hefur verið metinn meiri en tekjur hins opinbera af virðisaukaskatti, leyfisgjöldum, tekjuskatti, aðflutningsgjöld og vörugjöldum.
     

Frekari upplýsingar má finna hér: (2011) Effects of Privatization of Alcohol Control System