Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hvað ef einkasala yrði lögð af í Svíþjóð?

Systembolaget í Svíþjóð rekur vínbúðir sem selja áfengi með meira en 3,5% alkóhólinnihaldi, en almennar verslanir mega selja bjór með allt upp í 3,5% alkóhól.

Tvær útfærslur

Rannsókn var gerð á því hvaða áhrif það hefði á heilsu, sjúkdóma, dauðsföll og glæpi, ef afnám einkaleyfis Systembolaget yrði að veruleika, en skoðaðar voru tvær útfærslur:

  1. Ef leyfðar væru eingöngu einkareknar sérverslanir með áfengi.
  2. Ef leyft yrði að selja áfengi í matvöruverslunum.
     

Aðferðarfræðin

Tvennskonar aðferðafræði var notuð til að reikna út afleiðingar afnáms. Annars vegar „International Model of Alcohol Harms and Policies“ (InterMAHP) til að skoða sjúkdóma og dauðsföll og hins vegar ARIMA aðferðarfræði til að skoða tengingu á milli áfengisneyslu pr. íbúa og dauðsfalla og glæpa sem rekja mætti til áfengisneyslu. Hægt er að lesa nánar um aðferðafræðina í skýrslunni sjálfri.
 

Niðurstöðurnar afgerandi

Niðurstöður sýna eftirtaldar breytingar á ári:

  1. Eingöngu leyfðar einkareknar sérverslanir með áfengi.
    1. Neysla áfengis pr. íbúa eykst um 20%
    2. Dauðsföllum tengdum áfengisneyslu fjölgar um 763 eða 47% skv. InterMAHP
    3. Dauðsföllum tengdum áfengisneyslu fjölgar um 850 skv. ARIMA
      1. þar af sjálfsmorðum um 291
    4. Sjúkrahúslegum tengdum áfengisneyslu fjölgar um 10.859 eða 29%
    5. Líkamsárásir af völdum áfengisneyslu aukast um 20,9 %
    6. Akstur undir áhrifum áfengis eykst um 33,9 %

 

  1. Leyft að selja áfengi í matvöruverslunum
    1. Neysla áfengis pr. íbúa eykst um 31,2%
    2. Dauðsföllum tengdum áfengisneyslu fjölgar um 1.234 eða 76% skv. InterMAHP
    3. Dauðsföllum tengdum áfengisneyslu fjölgar um 1.418 skv. ARIMA
      1. þar af sjálfsmorðum um 485
    4. Sjúkrahúslegum tengdum áfengisneyslu fjölgar um 16.118 eða 42%
    5. Líkamsárásir af völdum áfengisneyslu aukast um 34,4%
    6. Akstur undir áhrifum áfengis eykst um 57,7%

Niðurstöður sýna verulega alvarlegar afleiðingar gagnvart heilsu og öryggi fólks ef afnám einkaleyfis yrði að veruleika, hvort sem litið er til sjálfsmorða, sjúkdóma, slysa eða ofbeldis.

 

Sjá nánar hér: 
(2018) Estimating the public health impact of disbanding a government alcohol monopoly: application of new methods to the case of Sweden