Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

RÖÐIN

13.07.2017

ÁTVR leggur sig fram um að vera fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Ein meginskylda fyrirtækisins er að tryggja að aldurstakmörk til áfengiskaupa séu virt og því er skilríkjaeftirlit mikilvægur þáttur í starfi Vínbúðanna

Í júlí 2017 hófust birtingar á nýrri herferð, RÖÐINNI. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á því að áfengiskaupaaldur er 20 ár og í herferðinni eru viðskiptavinir minntir á að starfsfólk okkar getur ekki giskað á aldur og því mikilvægt að koma með skilríki.