Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Öryggisstefna

Við viljum skapa örugga umgjörð um starfsemi fyrirtækisins, eignir þess og mannauð. Á hverjum tíma skulu vera til staðar virkar viðbragðsáætlanir er snúa að upplýsinga‐ og rekstraröryggi, rekstri tölvukerfa, öryggi starfsfólks og öryggi eigna sem miða að því að tryggja samfelldan rekstur og lágmarka tjón við vá.

 

STEFNUMIÐ

• Stuðla að líkamlegu og andlegu heilbrigði starfsfólks með rétt hönnuðu vinnuumhverfi og hvatningu.

• Skapa öryggisvitund meðal starfsfólks og þekkingu til að bregðast rétt við frávikum og öryggisvá.

• Upplýsingar séu ávallt tiltækar og eins réttar og kostur er og að trúnaðarupplýsingar séu aðeins aðgengilegar þeim sem til þess hafa heimild. 

• Tryggja samfelldan rekstur helstu viðskiptakerfa þannig að truflanir á þjónustu til viðskiptavina vegna áfalla verði innan skilgreindra tímaramma.

• Eignir séu ávallt varðar gagnvart þjófnaði, innbrotum, eldsvoða, vatnsskaða, skemmdarverkum og annarri vá með viðurkenndum aðferðum.

• Fylgja lögum um upplýsingaöryggi, eldvarnir og vinnuvernd.

 

Stefnan er í gildi frá 1. júní 2019