Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Mannauðsstefna

Við viljum að vinnustaðurinn sé lifandi og skemmtilegur og vinnum markvisst að því að auka ánægju starfsfólks.

Við leggjum áherslu á að starfsfólk fái tækifæri til að þroskast og læra nýja hluti og eflum þannig þekkingu og kraft fyrirtækisins.

Við viljum að starfsfólkið njóti þess að þróa fyrirtækið þannig að það þjóni viðskiptavinum sem best.

STEFNUMIÐ

Jafnræði
Við leggjum áherslu á að allt starfsfólk njóti sömu virðingar og hafi jafna stöðu innan fyrirtækisins. Með virku jafnræði er tryggt að starfsfólk hafi jafnan rétt til launa og tækifæra. Einelti, fordómar og kynferðisleg áreitni er ekki liðin. 

Starfsumhverfi
Við viljum skapa starfsumhverfi sem er skemmtilegt og gott. Við leggjum áherslu á að vinnuaðstaða og búnaður geri starfsfólki kleift að sinna starfinu á sem bestan hátt.  

Starfsmannaval
Við leggjum áherslu á að ráða hæft og kraftmikið starfsfólk. Við viljum taka vel á móti nýju starfsfólki og að reyndir starfsmenn láti sér annt um þjálfun þess.

Starfskjör
Við viljum bjóða starfsfólki samkeppnishæf laun og að starfskjör taki mið af frammistöðu, starfi og ábyrgð.

Starfsþróun
Við viljum vinna markvisst að því að þróa og þroska starfsfólk með öflugri fræðslu og þjálfun. Miðlun þekkingar til hagsbóta fyrir starfsfólk og viðskiptavini er sameiginlegt verkefni starfsfólks og stjórnenda.

Samskipti
Við viljum að samskipti starfsfólks séu jákvæð og uppbyggjandi. Með góðum og opnum samskiptum er unnið að skilvirku samstarfi í fyrirtækinu.

Stjórnendur
Við viljum að stjórnendur séu til fyrirmyndar og byggi upp jákvætt starfsumhverfi sem leiðir til árangurs í rekstri.


Stefnan er í gildi frá 1. nóvember 2019