Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Heildarstefna

Leiðarljós

Að framfylgja stefnu stjórnvalda um bætta lýðheilsu og samfélagslega ábyrgð í áfengis- og tóbaksmálum í sátt við samfélagið

 
Stefna

Að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar

 
Áherslur

Ábyrgir starfshættir

 • Við viljum að sátt ríki í samfélaginu um núverandi fyrirkomulag á smásölu áfengis
 • Við förum vel með verðmæti og notum auðlindir af ábyrgð
 • Við leitum stöðugt nýrra leiða til þess að bæta reksturinn
 • Við gætum jafnræðis við val og dreifingu á vöru 
 • Við viljum draga úr áfengisneyslu ungs fólks með því að tryggja að aldursmörk til áfengiskaupa séu virt

Ánægt starfsfólk

 • Við viljum að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð
 • Við viljum að starfsfólk njóti virðingar og gerum því kleift að sinna starfi sínu á sem bestan hátt
 • Við leggjum áherslu á að starfsfólk fái tækifæri til að auka þekkingu sína og hæfni
 • Við líðum ekki mismunun á vinnustaðnum og tryggjum að starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sambærileg störf

Ánægðir viðskiptavinir

 • Við setjum viðskiptavininn í öndvegi og tökum mið af væntingum hans
 • Við veitum þjónustu sem byggir á lipurð, fagmennsku og hlutleysi
 • Við leggjum áherslu á fræðslu til viðskiptavina án þess að hvetja til meiri neyslu 

Ábyrgt vöruval

 • Við leitumst við að bjóða eingöngu vörur sem framleiddar eru samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum
 • Við viljum að vöruvalið sé áhugavert og byggi á fjölbreytileika og gæðum
 • Við viljum tryggja öryggi og gæði vara
 • Við viljum vernda ungt fólk með því að hindra framboð á óæskilegum vörum

Virðing fyrir umhverfinu

 • Við berum virðingu fyrir umhverfinu og leitum leiða til að lágmarka umhverfisáhrif af starfseminni
 • Við drögum úr úrgangi með markvissum hætti og bjóðum viðskiptavinum upp á vistvænar lausnir 

Stefnan er í gildi frá 1. júní 2019