Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Innkallanir

Innköllun á Tuborg í gleri

13.12.2021

Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Tuborg Julebryg í 330 ml gleri vegna tilkynningar um fund á broti úr gleri í slíkri flösku.  Atvikið er nú til ítarlegrar rannsóknar innan Ölgerðarinnar, en þar til niðurstaða liggur fyrir hefur verið ákveðið að innkalla flöskur sem eru með framleiðsludagana „18.nóvember 2021“ og „19.nóvember 2021“ og best fyrir dagsetningarnar 18.08.22 og 19.08.22 


Viðskiptavinir sem eiga Tuborg Julebryg glerflöskur merktar „BF 18.08.22“ og „19.08.22“, „PD 18.11.21“ og „19.11.21“, Lotunúmer „02L21322“ og „02L21323“, er bent á að skila vörunni í þeirri verslun sem hún var keypt gegn endurgreiðslu eða skipti á samskonar vöru. 

Innköllun er þegar hafin úr verslunum.

 

Nánari upplýsingar veitir: Guðni Þór Sigurjónsson, forstöðumaður Vöruþróunar og gæðadeildar Ölgerðarinnar, s: 412 8000