Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Innkallanir

Innköllun á Budweiser Budvar

24.09.2021

Budweiser Budvar hefur gripið til þeirra varúðarráðstafana að innkalla eftirfarandi vöru hér á landi vegna hugsanlegrar örverumengunar sem getur haft veruleg áhrif á bæði bragð og gæði bjórsins. Um er að ræða Budweiser Budvar Original Lager 0,5L í dós með framleiðslu dagsetninguna 17.6.21 og “best fyrir” 17.6.22.

Sökum nokkurra ábendinga frá viðskiptavinum um sterka og óþægilega brennisteinslykt af fyrrnefndri vöru bendir allt til þess að lítill hluti þessarar framleiðslulotu hafi mengast af algengum loftbakteríum við framleiðslu bjórsins. Bakteríurnar sem um ræðir valda ekki neinum skaða fyrir neytendur en skapa þess í stað verulega vont bragð og megna lykt sem gerir bjórinn ódrekkanlegan, og því á engan hátt í samræmi við skuldbindingu Budweiser Budvar til gæðastaðla við bruggun. 

Þeir neytendur sem kunna að hafa keypt vöruna sem samsvarar ofangreindri framleiðslu og best fyrir dagsetningu skulu ekki neyta hennar heldur koma henni til næstu Vínbúðar og fá þar nýja vöru eða fulla endurgreiðslu. Þeir neytendur sem kunna að hafa upplifað þetta vandamál en ekki tilkynnt það, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Rolf Johansen & Co, umboðs- og dreifingaraðila Budweiser Budvar á Íslandi, í gegnum netfangið atli@rjc.is.