Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Við brosum hringinn

25.01.2019

Vínbúðin er með ánægðustu viðskiptavini á smásölumarkaði samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni, en niðurstöðurnar voru kynntar í dag. 
Í flokki smásölufyrirtækja auk Vínbúðanna eru byggingafyrirtækin BYKO og Húsasmiðjan, matvöruverslanirnar Krónan, Nettó, Bónus og Costco og
Pósturinn sem var mældur nú í fyrsta skipti. Í heildina er Vínbúðin einnig með fjórðu hæstu einkunn allra þeirra 29 fyrirtækja sem mælingin náði til.
 
Starfsfólk okkar víðsvegar um landið er stolt af árangrinum og þakkar viðurkenninguna.
Við erum staðráðin í að halda áfram að gera okkar besta í þjónustu og samfélagslegri ábyrgð.

 

Íslenska Ánægjuvogin