Vefbúðinni hér á vinbudin.is og sækir svo þangað sem þér hentar. Nú er hægt að velja að fá Vefbúðarpöntun afhenta samdægurs í fimm Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu auk vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi." />

Veldu vínið heima

14.11.2025

Pantaðu þar sem úrvalið er mest í Vefbúðinni hér á vinbudin.is og sæktu þangað sem þér hentar. Nú er hægt að velja að fá Vefbúðarpöntun afhenta samdægurs í fimm Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu auk vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi.

Ef pantað er fyrir kl. 13:00 á virkum dögum er hægt að sækja innan dagsins í Vínbúðirnar Dalvegi, Heiðrúnu, Skútuvogi, Skeifu og Álfrúnu (Hafnarfirði) auk vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi. Að sjálfsögðu er hægt að fá vefbúðarpöntun senda án endurgjalds í allar Vínbúðir á landinu og einnig er hægt að sækja pantanir á sjö skilgreindum afhendingarstöðum til viðbótar.

Á mínum síðum er svo hægt að nálgast pantanasögu netpantana, sjá stöður þinna pantana, setja uppáhaldsvörurnar á topplista, gefa þeim þínar persónulegu einkunnir og skrifa minnisatriði.

Þú einfaldlega: PANTAR - VELUR BÚÐ - SÆKIR... svo einfalt er það!