Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sumarlegar uppskriftir

26.05.2021

Sumarið á Íslandi er óáreiðanlegt og sólin stoppar oft ekki lengi við í einu. Íslendingar eru því sérfræðingar í að nýta sérhvern sólardag til að lyfta sér upp og njóta sólargeislanna í botn, skella einhverju girnilegu á grillið og slá upp garð- eða sólpallaveislum með litlum fyrirvara. Þá er tilvalið að prófa nýjar uppskriftir af grillréttum af ýmsu tagi, léttum smáréttum eða sumarlegum salötum.

Á uppskriftavef Vínbúðarinnar er að finna fjöldan af spennandi uppskriftum  af réttum við allra hæfi og eins er hægt að nálgast uppskriftir af léttum kokteilum, bæði áfengum og óáfengum. Njótið vel!