Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Segjum bless við einnota

07.06.2021

Frá 1. júlí 2021 fást engir einnota pokar í Vínbúðunum.

Í júlí taka í gildi nýjar reglur stjórnvalda þar sem sala á einnota pokum er bönnuð við afgreiðslukassa. Samkvæmt reglugerðinni falla allir einnota pokar undir þessa skilgreiningu, einnig lífbrjótanlegir pokar.

ÁTVR er umhugað um umhverfisvernd og er það stór liður í samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Því verður sölu á öllum einnota pokum hætt í Vínbúðunum 1. júlí. Fyrirtækið hefur í nokkur ár hvatt viðskiptavini til að skipta yfir í margnota poka og haft metnað í að bjóða fjölbreytt úrval slíkra poka á sanngjörnu verði.

Við höfum fulla trú á því að viðskiptavinir taki vel í þessa góðu þróun og taki þátt í því með okkur að vera fyrirmynd í samfélagsábyrgð.