Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis og tóbaks fyrstu 11 mánuði ársins

07.12.2012

Sala áfengis janúar – nóvember er 0,9% meiri í lítrum talið en sömu mánuði í fyrra.  Sala í nóvember er rúmlega 8% meiri en það má að hluta skýra með því að það eru fleiri helgar í nóvember í ár en í fyrra.  Þegar sala er skoðuð eftir söluflokkum  þá hefur sala á bjór aukist um 0,6% og á léttvíni um 3,7% en samdráttur hefur orðið í sölu á sterku áfengi um 4,9%.

Sala áfengis og tóbaks fyrstu 11 mánuði ársins

Samdráttur hefur verið í sölu tóbaks nema reyktóbaks en þar hefur salan aukist um 14,1% það sem af er ári.  Sala neftóbaks hefur dregist saman um 2,5%. Tóbaksgjald neftóbaks hækkaði um 75% um síðustu áramót sem virðist hafa slegið á stöðugan vöxt í sölu neftóbaks undanfarin ár.

Selt magn tóbaks