Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala fyrir verslunarmannahelgi

08.08.2023

Alls seldust 777 þúsund lítrar af áfengi í Vínbúðunum í vikunni fyrir verslunarmannahelgi sem er 2,5% meiri sala en fyrir verslunarmannahelgina árið 2022. Minni sala var á rauðvíni en árið áður en hins vegar var meiri sala á hvítvíni og freyðivíni/kampavíni.  Sala í lagerbjór var meiri og sama má segja um sölu á blönduðum drykkjum á meðan sala á öðrum bjórtegundum og síder og ávaxtavínum er minni.

Alls komu 140 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í vikunni þar af komu um 35 þúsund á föstudeginum. Þegar horft er til álags í vikunni þá komu 82 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar mánudag til fimmtudags eða 59%. Til samanburður komu 133 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í sambærilegri viku árið 2022 en þá komu tæplega 37 þúsund viðskiptavinir á föstudeginum.  Þá voru hlutfallslega færri eða 54% viðskiptavina sem versluðu á mánudegi til fimmtudags.