Föstudaginn 24. október 2025 eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf eins og konur gerðu árið 1975. Hjá Vínbúðunum vinnur starfsfólk sem tekur þátt í baráttu um jafna stöðu kynja og því má búast við skertri þjónustu að einhverju leyti.
Vinbúðin Smáralind lokar kl. 13:00, en aðrar Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu verða opnar, þó með hugsanlega minna þjónustustigi en hefðbundið er.
Skiptiborð og móttaka ÁTVR á Stuðlahálsi 2, verður lokuð frá hádegi, en opnunartímar og símanúmer Vínbúða er að finna hér á vefnum.
Eftirfarandi Vínbúðir verða lokaðar allan daginn, eða hluta úr degi:
- Smáralind - lokar kl. 13:00
- Hella - lokar kl 16:00
- Vík - opnar kl. 14:00
- Fáskrúðsfjörður - lokað allan daginn
- Sauðárkrókur - lokað á milli kl. 14:00 - 16:00
- Höfn - lokað á milli kl. 14:00 - 16:30
- Kirkjubæjarklaustur - lokað allan daginn
Við þökkum viðskiptavinum skilninginn.