Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Innköllun á To Öl Snuble Juice

19.05.2023

Viðskiptavinir athugið innköllun á bjórnum To Öl Snuble Juice Session India Pale Ale vnr. 27510.

Samkvækmt beiðni frá Heilbrigðiseftirlitinu hefur bjórinn verið innkallaður þar sem hann er seldur sem glútenfrír, en er það ekki. Varan er að öðru leyti örugg þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni.

Innköllunin gildir fyrir dósir með eftirfarandi BF (best fyrir) merkingum, en aðrar framleiðslur eru í lagi:

● 30/05/23

● 31/05/23

● 15/06/23

● 03/08/23

● 19/08/23

● 06/09/23

● 27/10/23

● 14/11/23

● 14/11/23

● 22/12/23

● 23/12/23

 

Þau sem kunna að hafa keypt vöruna er boðið að skila henni í næstu Vínbúð til að fá endurgreitt. 

Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir, sérfræðingur á Vörusviði, s. 611-2764 og gunnthorunn@vinbudin.is 

Skoða nánari upplýsingar um innkallanir.