Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Innköllun á Sóló sumarbjór

12.07.2022

ÁTVR innkallar vöruna Sóló Sumarbjór, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út sé varan ekki geymd í kæli og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Innköllunin miðast eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningunni: 22/10/2022.

Varan hefur nú þegar verið fjarlægð úr hillum Vínbúðanna. Allir sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðnir um að farga henni eða skila henni í næstu Vínbúð og fá hana þar bætta. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar er rétt að leiðbeina um að opna umbúðirnar að viðhafðri fyllstu varúð.

Framleiðandi vörunnar og ábyrgðaraðili er: Og natura / Íslensk hollusta ehf, Hólshraun 5, 220 Hafnarfjörður
Strikamerki: Á áldós: 5694230446667. 
Varan hefur verið boðin til sölu í ÁTVR 
Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir, sérfræðingur á Vörusviði, s. 611-2764 og gunnthorunn@vinbudin.is