Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grímuskylda í Vínbúðunum

05.11.2021

Grímuskylda hefur nú verið sett á aftur og tekur gildi í Vínbúðunum frá og með laugardeginum 6. nóvember. Við bendum viðskiptavinum á að hægt er að kaupa margnota grímur í Vínbúðunum á 1.300 kr.

Einnig höfum við bent á að hægt er að velja rólegri tíma til að koma við í Vínbúðunum, en minna er að gera fyrri hluta dagsins og fyrri hluta vikunnar. Að sama skapi getum við fækkað mögulegum smitleiðum með því að nýta snertilausar greiðslur í stað þess að greiða með peningum og reyna eftir besta megni að handleika ekki vörur að óþörfu. Einnig er kostur ef hægt er að stytta tímann í búðinni með því að vera vel undirbúin. Á vinbudin.is er með auðveldum hætti hægt að sjá vöruval hverrar Vínbúðar og birgðastöðu hverrar vöru. 

Fækkum smitleiðum - saman!