Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grænu skrefin í öllum Vínbúðum

16.03.2023

Vínbúðirnar hafa nú í mörg ár verið þátttakendur í Grænum skrefum í Ríkisrekstri. Græn skref eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir hvert skref. Vínbúðirnar vinna einnig eftir virkri umhverfis- og loftlagsstefnu þar sem lögð er áhersla á að tryggja góða frammistöðu í umhverfismálum. 

Nýverið fór fram lokaúttekt á Grænu skrefunum í Vínbúðinni við Mývatn, en þar með eru allar Vínbúðir komnar með öll fimm Grænu skrefin í ríkisrekstri. Gaman er að segja frá því að enginn blandaður úrgangur kemur frá starfsemi Vínbúðarinnar við Mývatn, allt fer í endurvinnslu eða endurnýtingu. Lífræni úrgangurinn er nýttur sem fóður fyrir hænur á svæðinu eða fer í safnhaug, svo hægt er að segja að um sé að ræða frábæra sjálfbærnihugsun og fullkomna hringrás.