Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Búið að opna í Skútuvogi

19.10.2020

- Fréttin hefur verið uppfærð- 

Í gær kom upp staðfest Covid-19 smit innan starfsmannahóps okkar í Vínbúðinni Skútuvogi. Í kjölfarið var viðbragðsáætlun virkjuð og Vínbúðin þrifin og sótthreinsuð og hefur nú verið opnuð á ný. Starfsfólk frá öðrum Vínbúðum og hluti starfsmannahópsins úr Skútuvogi mun standa vaktina næstu daga.Við þökkum viðskiptavinum skilninginn.