Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Aldarafmæli ÁTVR

03.02.2022

Um þessar mundir fagna Vínbúðirnar 100 afmæli. Margt hefur breyst frá því fyrirtækið var fyrst stofnað þann 3. febrúar 1922 og er fyrirtækið í dag margverðlaunað þjónustufyrirtæki sem setur viðskiptavini og starfsfólk í öndvegi. 

Lög um einkasölu ríkisins á áfengi voru samþykkt árið 1921 og í framhaldi var ÁVR (Áfengisverzlun Ríkisins) stofnað. Tóbakseinkasalan var svo stofnuð árið 1932, en þessi tvö fyrirtæki voru svo sameinuð árið 1961 undið nafninu ÁTVR (Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins). 

Fyrst var mjög takmarkað úrval og afgreitt yfir borð en árið 1987 opnaði fyrsta "sjálfsafgreiðslubúðin" þar sem fólk gat valið sjálft úr hillunum. Bjórinn kom svo í verslanirnar árið 1989 þegar bjórbanninu var aflétt. 

Við minnum áhugasama á Sögu ÁTVR, sem er aðgengileg hér á vefnum í þremur hlutum. Sagan er ansi yfirgripsmikil og spannar fyrstu 90 ár fyrirtækisins.