Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Nýtt húsnæði fyrir Vínbúðina í Keflavík

13.02.2008

ÁTVR hefur undirritað samning um leigu á húsnæði fyrir Vínbúð við Krossmóa 4 í Reykjanesbæ. Um er að ræða nýtt, tæplega 500 fm húsnæði sem verður sambyggt verslun Samkaupa. Verslunarrýmið, sem er enn í byggingu, verður bjart og skemmtilegt og aðkoma góð. Áætlað er að opna nýju Vínbúðina í nóvember næstkomandi og loka um leið Vínbúðinni við Hafnargötu. Á sama tíma mun nafni verslunarinnar breytt í Vínbúðin Reykjanesbæ.

Geymsla léttvína

31.01.2008

Ekki batna öll vín við geymslu. Flest vín eru gerð með það fyrir augum að vera drukkin ung og halda sér kannski í 2-3 ár eftir að þau koma á markað. Þau vín sem batna við geymslu þurfa að hafa eitthvað til að bera sem heldur þeim lifandi í mörg ár...

Mikil umferð á vinbud.is yfir hátíðirnar

03.01.2008

Mikil umferð var á vinbud.is yfir hátíðirnar, en greinilegt er að viðskiptavinir okkar hafa tekið endurbættri vefsíðu fagnandi Fjöldi innlita á síðuna hefur aukist gríðarlega, en heimsóknir hafa aukist um tæp 1.200% frá því nýja vefsíðan var tekin í notkun, nú í október, en meðalfjöldi heimsókna sl. mánuði hefur verið um 32.000. Á Gamlársdag litu tæplega 6.000 manns við á síðunni, líklega til að kanna afgreiðslutíma vínbúða, nýta sér aðstoð vörulistans við að finna rétta vínið í partýið eða með steikinni eða jafnvel nálgast uppskriftir að kokteilum. Vínbúðirnar óska landsmönnum gleðilegs nýs árs!

Lokað víða 2.janúar

01.01.2008

Miðvikudaginn 2.janúar verður víða lokað vegna talningar í vínbúðum. Lokað verður allan daginn í Vínbúðunum á Eiðistorgi, Hafnafirði, Kringlunni, Smáralind og í Heiðrúnu. Aðrar vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu opna kl. 14:00 (eða þegar talningu lýkur). Vínbúðirnar á Akureyri, Keflavík og Selfossi verða opnar frá 16:00 - 18:00. Aðrar vínbúðir á landsbyggðinni opna þegar talningu lýkur og verða opnar til kl. 18:00. sjá nánar...

Lokað 30 desember en opið til 14 á gamlársdag!

27.12.2007

Vínbúðir eru LOKAÐAR sunnudaginn 30.desember, en skv. áfengislögum er óheimilt að hafa vínbúðir opnar á sunnudögum. Opið verður á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 28.des. og laugardaginn 29.des. til kl. 20:00 og til kl. 14:00 á gamlársdag. Lokað er 1.janúar, en miðvikudaginn 2.janúar verður víða lokað vegna talningar. Sjá nánar...

Úrvalsvín í vínbúðum

21.12.2007

Úrvalsvín eru vín sem vínráðgjafar okkar hafa valið sem bestu fáanlegu vínin í vínbúðunum hverju sinni, en í flokk úrvalsvína eru valdar 100 tegundir framúrskarandi vína. Listi úrvalsvína er birtur hér á vinbud.is, og er endurskoðaður mánaðarlega.

Lokað á Þorláksmessu og 30. desember

17.12.2007

Vínbúðirnar verða lokaðar bæði á Þorláksmessu og daginn fyrir gamlársdag að þessu sinni. Dagana ber upp á sunnudag og samkvæmt áfengislögum er óheimilt að hafa áfengisverslanir opnar á sunnudögum. Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma vínbúða um allt land er að finna með því að smella á auglýsinguna hér að ofan.

Innréttingar í gömlu vínbúðinni á Seyðisfirði

14.12.2007

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hætti ÁTVR rekstri vínbúðar að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði um mitt ár 2004. Þegar ÁTVR hættir að nota eigið húsnæði er venjan sú að viðkomandi eign sé ráðstafað í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 84/2007 og fyrirmælum reglugerðar nr. 206/2003 um ráðstöfun eigna ríkisins.

Hátíðarvín

13.12.2007

Aðventa, jól og áramót er sá tími sem flestir gera vel við sig í mat og drykk. Sá hátíðarmatur sem við neytum í dag er fjölbreyttari en fyrir nokkrum árum og ber það hæst mikið úrval af villibráð íslenskri og innfluttri. Að sjálfsögðu er hefðbundinn jólamatur eins og hangikjöt, hamborgarhryggur, purusteik og kalkúnn enn á hátíðarborðum. Þá er það stóra spurningin, hvað drekkur maður með svona mat?

Smáverslanir ÁTVR á landsbyggðinni

11.12.2007

Í greinargerðinni með frumvarpinu er vísað í að einkaaðilar sjái um sölu á áfengum drykkjum og rekstur vínbúða fyrir ÁTVR. Þetta er alrangt. ÁTVR ber ábyrgð á og rekur allar vínbúðir á Íslandi óháð stærð og staðsetningu...