Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Minni vínframleiðsla í Frakklandi

10.10.2003

Eftir sumarið í ár verður vínframleiðsla í Frakklandi sú minnsta í 12 ár með 47.1 hektólítrum en það er u.þ.b. 6,3 milljarðar flaskna. Sumarið var óvenju heitt og þurrt og hafði það sín áhrif á framleiðsluna. Þrátt fyrir að framleiðslan verði minni spá vínframleiðendur því að vínið verði þeim mun betra og mörg gæðavín verði frá árgangi 2003.

 

Heimild: Berry Bros & Rudd - bbr.com