Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

ÁTVR tekur þátt í MAT 2004

27.02.2004

Matur 2004

ÁTVR verður með bás á vínhluta sýningarinnar MATUR 2004 um helgina. Þar mun starfsfólk vínbúða kynna vinbud.is og notkunarmöguleika vefsins. Auk þess verður Vínblaðinu dreift, vasakverinu Vín með mat, sérmerktum minnisblokkum og pennum.

Vínhluti MATUR 2004 er haldinn á afmörkuðu svæði á sýningarsvæðinu. Vínsýningin er haldin á vegum Barþjónafélags Íslands og var áður haldin í Perlunni. Tólf birgjar kynna vín og bjóða gestum að bragða á fjölbreyttu úrvali vína. Aðgangur er takmarkaður við 20 ára aldur og það kostar sérstaklega inn á vínsýningarsvæðið (500 krónur).

Hið árlega Íslandsmeistaramót barþjóna mun fara fram síðasta sýningardaginn, sunnudaginn 29. febrúar.

Vínhluti sýningarinnar verður opinn milli kl 14.00-18.00 laugardag og sunnudag.