Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Vínbúð opnuð í Hólmavík

22.06.2004

Ný Vínbúð var opnuð í Hólmavík fyrr í mánuðinum og er hún í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar. Í henni fást um 100 tegundir áfengis og er hún opin milli 17 og 18 mánudaga til fimmtudag og 16-18 á föstudögum.

Viljum við vodka í matvöruverslanir?

10.06.2004

Árlega gera Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) könnun á hvar 'þjóðin' vill geta keypt létt vín og bjór. Í ár var niðurstaðan sú að 59,6% landsmanna voru fylgjandi því, að vara þessi fengist í matvöruverslunum....

Lifum, lærum og njótum

10.06.2004

Ársfundur ÁTVR var haldinn sl. föstudag og var m.a. kynnt nýtt slagorð Vínbúða; Lifum, lærum og njótum. Slagorðið endurspeglar þær breytingar sem áformaðar eru hjá vínbúðum og áherslubreytingar fyrirtækisins....

Vínið með grillmatnum

07.06.2004

Fólk er farið að grilla af krafti í góða veðrinu og af því tilefni verður júnímánaður helgaður vínum með grillmatnum í vínbúðunum. Í öllum vínbúðum fæst nú bæklingurinn Vínið með grillmatnum....

ÁTVR valin ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 2004

11.05.2004

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) er ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 2004. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, afhenti Höskuldi Jónssyni, forstjóra ÁTVR sérstaka viðurkenningu af þessu tilefni í gær. Verðlaunagripinn, Vegvísinn, hannaði og smíðaði Jón Snorri Sigurðsson gullsmiður.

Nýtt Vínblað komið út

27.04.2004

Vínblaðið var að koma út og verður dreift í vínbúðirnar í dag. Að þessu sinni er ný heildarstefna ÁTVR kynnt, sagt frá ítölsku kynningunni í vínbúðunum sem nú stendur yfir og að því tilefni fjallar Þorri Hringsson um víngerð á Ítalíu ...

Ný heildarstefna ÁTVR

06.04.2004

Stjórn ÁTVR samþykkti nú í mars nýja heildarstefnu fyrir fyrirtækið. Nýrri stefnu er ætlað að tryggja áframhaldandi þróun úr afgreiðslustofnun yfir í þjónustufyrirtæki, þar sem áhersla er lögð á að auka ánægju viðskiptavina með fyrsta flokks þjónustu ásamt kynningu og fræðslu.

Áfengissala eykst

19.03.2004

Áfengissala hér á landi var um 19,2 millj. lítrar árið 2003 á móti 18,6 millj. lítra árið 2002. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands www.hagstofa.is og í nýrri ritröð Hagtíðinda árið 2004.

Þrjár nýjar vínbúðir á árinu

05.03.2004

ÁTVR mun opna þrjár nýjar vínbúðir á þessu ári. Auglýst var eftir samstarfsaðilum á Hólmavík og Kirkjubæjarklaustri í sl. viku vegna vínbúðanna og verður auglýst eftir samstarfsaðila í Hveragerði síðar á þessu ári.

Íslandsmeistaramót barþjóna

03.03.2004

Íslandsmeistaramót barþjóna var haldin sl. sunnudag á sýningunni Matur 2004. Var m.a. keppt í gerð kokteila. Dómnefnd mat vinnubrögð barþjónanna og útlit, bragð og lykt kokteilanna...