Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Nýr göngustígur við Gullfoss tekinn í notkun

08.07.2005

Nýr göngustígur við Gullfoss tekinn í notkunSigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra opnaði nýjan göngustíginn við Gullfoss miðvikudaginn, 6. júlí sl. Með kaupum á pokum í vínbúðunum lögðu viðskiptavinir hönd á plóg við lagningu nýju göngustíganna við Gullfoss. Framlag þeirra gerir þessa helstu náttúruperlu landsins, aðgengilegri öllum náttúruunnendum, innlendum sem erlendum. Styrkur Vínbúða í gegnum Pokasjóð nam 4 milljónum króna. Göngustígurinn er 200 fermetra plankastétt á efra plani við Gullfoss sem bætir aðgengi ferðamanna að útsýnispalli fyrir ofan fossinn. Gangstéttin tekur við ofan tröppunnar sem tengir efri og neðri aðkomu og liggur að útsýnispalli fyrir ofan fossinn. Eldri gangstígurinn var tekinn að bila og orðinn illfær að hluta.