Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vínsýningin 2005

10.11.2005

Vínsýningin 2005


Vínsýningin 2005 verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind dagana 19 og 20 nóvember.

Sýningin verður í alla staði mjög glæsileg þar sem allir helstu vínbirgjar landsins koma saman og kynna vín með hátíðarmatnum ásamt fleiru. Einnig verður hægt að smakka á dýrindis mat með vínunum, kynnast helstu nýjungum í aukahlutum og almennt fá betri innsýn í heim vínsins.

Gestir sýningarinnar fá einnig að fylgjast með æsispennandi keppni milli vínklúbba ásamt því að hafa möguleika á að leysa sjálfir skemmtilegar þrautir og hafa kost á verðlaunum fyrir vikið.

Miðaverð er 1.000 kr. og innifalið í miðaverði er eitt vandað vínglas (á meðan birgðir endast).

Sýningin er opin frá kl. 13:00-18:00, laugardag og sunnudag.

20 ára aldurstakmark!