Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

ÁTVR hf?

04.04.2006

ÁTVR hf?Stjórnarfrumvarp um að breyta ÁTVR í hlutafélag var dreift á Alþingi þriðjudaginn 4. apríl.

Samkvæmt frumvarpinu eiga öll hlutabréf í ÁTVR hf. að vera eign ríkissjóðs og Fjármálaráðherra á að fara með eignarhlut ríkisins í ÁTVR hf. Í frumvarpinu er einnig tekið fram, að sala ÁTVR hf. eða hluta þess, sameining þess við önnur félög eða slit þess, verði óheimil.
Lagt er til að hlutafélagið taki yfir allar eignir og skuldbindingar núverandi verslunar hinn 1. janúar 2007. Ekki er ekki gert ráð fyrir neinum verulegum breytingum á starfsemi fyrirtækisins heldur miðar það fyrst og fremst að því að færa hana í það rekstrarform sem þykir vera sveigjanlegast og gefast best í verslunarrekstri.

Ekki er ljóst hvenær frumvarpið verður á dagskrá þingsins, en hægt verður að fylgist með framvindu mála á vef Alþingis nánar hér þegar umræður hefjast.