Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hlutverkaskipti hjá starfsfólki ÁTVR

17.08.2006

Hlutverkaskipti hjá starfsfólki ÁTVRÁ næstu vikum mun starfsfólk á skrifstofu ÁTVR vinna a.m.k einn vinnudag í vínbúð eða dreifingarmiðstöð fyrirtækisins, og í kjölfarið munu verslunar- og aðstoðarverslunarstjórar vínbúða á höfuðborgarsvæðinu kynnast störfum á skrifstofu. Hlutverkaskiptunum er ætlað að efla liðsandann og auka skilning á milli starfsstöðva.

Engin er undanþeginn hlutverkaskiptunum og hefur þessi nýbreytni mælst vel fyrir á meðal starfsfólks. Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur aðstoðarforstjóra ÁTVR við tiltekt á dreifingarmiðstöð, en hún var þar við störf í heilan dag og gekk í öll tilfallandi verkefni.