Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis janúar til júníloka 2006

24.07.2006

Sala áfengis janúar til júníloka 2006Frá janúar til júníloka seldu vínbúðirnar rúmlega 8,5 milljónir lítra af áfengi.  Er það 9,2% meiri sala en á sama tíma árið 2005.  Athygli vekur að sala á rauðvíni eykst aðeins um tæp 2,5% á milli ára, en sala á hvítvíni eykst um rúm 15%.  Sala á öli og öðrum bjórtegundum eykst töluvert miðað við árið 2005, en þessar bjórtegundir eru engu að síður rétt yfir 1% af sölu lagerbjórs.  Sala á lagerbjór eykst um rúm 10% milli ára og er nú 78,1% af allri sölu vínbúðanna í lítrum talið.