Fréttir

Ný vínbúð á Hellu

10.07.2007

Nú hefur ný vínbúð opnað á Hellu. Þar með eru vínbúðirnar orðnar 47 talsins svo viðskiptavinir geta fengið sömu vönduðu þjónustuna um land allt...

ÁTVR úthlutað styrk til Leonardó mannaskiptaverkefna

05.07.2007

Leonardó da Vinci er starfsmenntahluti Menntaáætlunar Evrópusambandsins, en árlega eru veittir styrkir til mannaskiptaverkefna þar sem fólki í starfsnámi, fólki á atvinnumarkaði og leiðbeinendum eða stjórnendum er gefinn kostur á að afla sér starfsþjálfunar allt frá einni viku til þrjátíu og níu vikna...

Ný vínbúð á Hellu!

03.07.2007

Ný vínbúð á Hellu opnar í dag, miðvikudaginn 4.júlí, klukkan 14:00. Þar með eru vínbúðirnar orðnar 47 talsins svo viðskiptavinir geta fengið sömu vönduðu þjónustuna um land allt.

Verðbreytingar 1. júlí 2007

03.07.2007

Verð á áfengi lækkaði að meðaltali um 0,03% 1. júlí en engin verðbreyting var á tóbaki. Verðskrá tóbaks má nálgast [hér].

Vínbúðin Skeifunni fær góðar viðtökur

28.06.2007

Viðtökur viðskiptavina vegna opnunar vínbúðar í Skeifunni 5 eru framar vonum. Sölutölur fyrstu daganna eftir opnun gefa til kynna að tímabært var að opna vínbúð á þessu svæði.

Velkomin í nýja vínbúð í Skeifunni

13.06.2007

Höfum opnað nýja og glæsilega verslun í Skeifunni 5. Starfsfólk Vínbúðarinnar í Holtagörðum, sem nú hefur verið lokað, hefur flutt og mun nú þjónusta viðskiptavini sína á nýjum stað. Afgreiðslutími vínbúðarinnar verður 9-20 virka daga, en 11-18 á laugardögum. Verið velkomin!

Vínbúðinni Holtagörðum hefur verið lokað

31.05.2007

Vínbúðinni Holtagörðum hefur verið lokað vegna framkvæmda og breytinga á húsnæði. Ný vínbúð verður opnuð miðvikudaginn 13. júní í Skeifunni.

Lokað á mánudag

25.05.2007

Lokað er í vínbúðum mánudaginn 28.maí, annan í Hvítasunnu. Afgreiðslutími vínbúða á föstudag og laugardag er með hefðbundnum hætti.

3 nýjar vínbúðir á árinu

18.05.2007

Áætlað er að opna þrjár nýjar vínbúðir á árinu, þar af tvær á höfuðborgarsvæðinu. Ný vínbúð verður opnuð í Skeifunni í húsnæðinu þar sem Krónan var áður, en áætlað er að opna vínbúðina í júní. Einnig er áætlað að opna nýja 200 tegunda vínbúð á Hellu í lok júní...

Afgreiðslutími í vínbúðunum fyrir Uppstigningardag

11.05.2007

Miðvikudaginn 16.maí verða allar vínbúðirnar opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður því opið frá 9-20 á Dalvegi og Holtagörðum, en frá 11-19 í öðrum vínbúðum...