Fréttir

Velkomin í nýja vínbúð í Skeifunni

13.06.2007

Höfum opnað nýja og glæsilega verslun í Skeifunni 5. Starfsfólk Vínbúðarinnar í Holtagörðum, sem nú hefur verið lokað, hefur flutt og mun nú þjónusta viðskiptavini sína á nýjum stað. Afgreiðslutími vínbúðarinnar verður 9-20 virka daga, en 11-18 á laugardögum. Verið velkomin!

Vínbúðinni Holtagörðum hefur verið lokað

31.05.2007

Vínbúðinni Holtagörðum hefur verið lokað vegna framkvæmda og breytinga á húsnæði. Ný vínbúð verður opnuð miðvikudaginn 13. júní í Skeifunni.

Lokað á mánudag

25.05.2007

Lokað er í vínbúðum mánudaginn 28.maí, annan í Hvítasunnu. Afgreiðslutími vínbúða á föstudag og laugardag er með hefðbundnum hætti.

3 nýjar vínbúðir á árinu

18.05.2007

Áætlað er að opna þrjár nýjar vínbúðir á árinu, þar af tvær á höfuðborgarsvæðinu. Ný vínbúð verður opnuð í Skeifunni í húsnæðinu þar sem Krónan var áður, en áætlað er að opna vínbúðina í júní. Einnig er áætlað að opna nýja 200 tegunda vínbúð á Hellu í lok júní...

Afgreiðslutími í vínbúðunum fyrir Uppstigningardag

11.05.2007

Miðvikudaginn 16.maí verða allar vínbúðirnar opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður því opið frá 9-20 á Dalvegi og Holtagörðum, en frá 11-19 í öðrum vínbúðum...

Starfsfólk óskast til starfa í sumar í dreifingarmiðstöð ÁTVR

07.05.2007

Um er að ræða almenn lagerstörf í dreifingarmiðstöð. Vinnutíminn er frá 7:30 til 16:30. Áhersla er lögð á stundvísi og dugnaði og þurfa umsækjendur að vera líkamlega hraustir þar sem um töluverðan burð er að ræða. Ráðið verður í stöðurnar sem fyrst...

Benvenuti ai giorni italiani!

02.05.2007

Í maí fögnum við komu sumarsins með því að slá upp ítalskri veislu í vínbúðunum. Við flöggum ítalska fánanum og er hinn mikli menningararfur landsins í brennidepli, en vínið er jú stór hluti hans. Bækling með þemavínunum má nálgast í öllum vínbúðunum...

Verðbreytingar 1. maí 2007

02.05.2007

Verð á áfengi hækkaði um 0,23% 1. maí, en engin hækkun var á tóbaki.

Uppfærsla tölvukerfis

16.04.2007

Vefbúð/vöruskrá ÁTVR liggur niðri vegna uppfærslu á tölvukerfi okkar. Uppfærslunni lýkur í byrjun júní. Við biðjumst velvirðingar á ónæðinu.

Auglýst eftir starfsmanni á sölu- og þjónustusviði

16.04.2007

ÁTVR óskar eftir starfsmanni til starfa í innkaupaeiningu fyrirtækisins. Einingin annast öll innkaup á áfengi og tóbaki frá birgjum. Hún heldur einnig utan um ferli umsókna um nýja vöru.