Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hátíðarvín í Vínbúðunum

16.11.2006

Hátíðarvín í VínbúðunumNú eru jól og áramót á næsta leiti og því tilvalið að fara að íhuga rétta vínið með hátíðarmatnum. Vínbúðirnar gera sitt besta til að auðvelda viðskiptavinum sínum valið með því að halda þemadaga þar sem hátíðarvínin eru í hávegum höfð. Í hverri vínbúð er hægt að nálgast bækling þar sem vínin hafa verið flokkuð eftir því með hvers konar mat þau henta helst, til að auðvelda valið enn frekar. Að sjálfsögðu er starfsfólk Vínbúðanna svo alltaf reiðubúið að ráðleggja nánar svo fullkomin samsetning matar og víns náist.