Fréttir

Velkomin(n) á nýjan vef vinbud.is!

18.10.2007

Vefurinn hefur fengið nýtt og ferskt útlit og unnið hefur verið að því að gera hann bæði skemmtilegri og þægilegri í notkun. Við höfum lagt mikla áherslu á að gera vörulistann sem þægilegastan fyrir þig, en auðvelt á að vera að leita að upplýsingum um þau vín sem seld eru í vínbúðunum...

Smáverslanir ÁTVR á landsbyggðinni

18.10.2007

Að undanförnu hefur orðið nokkur umræða um rekstur smærri verslana ÁTVR á landsbyggðinni. Þess misskilnings hefur gætt í umræðunni að einkaaðilar reki vínbúðirnar. Það er alrangt. ÁTVR ber ábyrgð á og rekur allar vínbúðir á Íslandi óháð stærð og staðsetningu. Í hverri einustu verslun er starfsmaður ÁTVR sem ber ábyrgð á rekstrinum.

Frá forstjóra

16.10.2007

Þessa dagana er til umræðu á Alþingi frumvarp sem beinist að því að fella niður einkaleyfi ÁTVR á sölu á léttvíni og bjór. Hlutverk ÁTVR er að starfa innan þess lagaumhverfis sem fyrirtækinu er búið og gera það eins vel unnt er. Hlutverk stjórnmálamanna á Alþingi er að móta lagarammann og þar með það lagaumhverfi sem ÁTVR býr við hverju sinni.

Auglýst eftir húsnæði fyrir Vínbúð í Reykjanesbæ

09.10.2007

Óskað eftir húsnæði á leigu fyrir Vínbúð í Reykjanesbæ, á bilinu 350-450 fermetra á jarðhæð. Áhugasamir skulu senda öll gögn um það húsnæði sem þeir hyggjast bjóða í lokuðu umslagi til skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík fyrir 18 október 2007.

Merlot, Sangiovese, Chardonnay og Pinot Gris...

03.10.2007

Vissir þú... að Chardonnay er útbreiddasta hvítvínsþrúga heimsins, ræktuð í nær öllum vínræktarlöndum nema þeim allra köldustu og allra heitustu? Þessar upplýsingar og fleiri færð þú á þrúgudögum í vínbúðum...

Verðbreytingar 1. október 2007

02.10.2007

Nýr tóbakspöntunarlisti var gefinn út í dag 1. október. Helstu breytingar eru þær að neftóbak hækkaði um 4%, en engin önnur verðbreyting varð á tóbaki.

Þrúgudagar í vínbúðum

01.10.2007

Nú þegar haustið leggst yfir landið og trén skarta sínu fegursta liggur rómantíkin í loftinu í vínbúðunum. Þrúgudagar eru hafnir...

Vínskóli vínbúðanna og WSET

25.09.2007

Vínbúðirnar hafa undanfarin ár rekið vínskóla hugsaðan til að auka vöruþekkingu starfsmanna í þeim tilgangi að geta frætt og þjónað viðskiptavinum enn betur.

Pantaðu vínið þitt

10.09.2007

Mikið er lagt upp úr fjölbreyttu vöruúrvali í vínbúðum og nú fást þar vín frá öllum heimshornum.

Birgjar funda með ÁTVR

04.09.2007

Haldinn var fundur með birgjum áfengis nú í vikunni, en slíkir fundir eru haldnir tvisvar á ári