Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Sala áfengis fyrir verslunarmannahelgi

21.07.2007

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í vínbúðunum. Á síðasta ári komu tæplega 110 þúsund viðskiptavinir í vínbúðirnar þessa viku, en í hefðbundinni viku í júlí koma á milli 70 og 80 þúsund viðskiptavinirnir í vínbúðirnar. Föstudagur er langstærsti söludagurinn í vínbúðunum þessa vikuna, sem aðrar, en milli 30‐35 þúsund viðskiptavinir koma í vínbúðirnar þann dag.

Viðtökur vonum framar

13.07.2007

Viðtökur viðskiptavina vegna nýrrar vínbúðar í Skeifunni eru vonum framar. Að sögn Regínu Arngrímsdóttir verslunarstjóra eru viðskiptavinir afar ánægðir með nýju Vínbúðina og þá sérstaklega aðgengið og staðsetninguna. Jafnframt er búðin rúmgóð og bjórkælir er í Vínbúðinni sem gleður margan viðskiptavininn. Starfsfólkið er jafnframt ánægt enda um að ræða bjarta og skemmtilega vínbúð.

Ný vínbúð á Hellu

10.07.2007

Nú hefur ný vínbúð opnað á Hellu. Þar með eru vínbúðirnar orðnar 47 talsins svo viðskiptavinir geta fengið sömu vönduðu þjónustuna um land allt...

ÁTVR úthlutað styrk til Leonardó mannaskiptaverkefna

05.07.2007

Leonardó da Vinci er starfsmenntahluti Menntaáætlunar Evrópusambandsins, en árlega eru veittir styrkir til mannaskiptaverkefna þar sem fólki í starfsnámi, fólki á atvinnumarkaði og leiðbeinendum eða stjórnendum er gefinn kostur á að afla sér starfsþjálfunar allt frá einni viku til þrjátíu og níu vikna...

Ný vínbúð á Hellu!

03.07.2007

Ný vínbúð á Hellu opnar í dag, miðvikudaginn 4.júlí, klukkan 14:00. Þar með eru vínbúðirnar orðnar 47 talsins svo viðskiptavinir geta fengið sömu vönduðu þjónustuna um land allt.

Verðbreytingar 1. júlí 2007

03.07.2007

Verð á áfengi lækkaði að meðaltali um 0,03% 1. júlí en engin verðbreyting var á tóbaki. Verðskrá tóbaks má nálgast [hér].

Vínbúðin Skeifunni fær góðar viðtökur

28.06.2007

Viðtökur viðskiptavina vegna opnunar vínbúðar í Skeifunni 5 eru framar vonum. Sölutölur fyrstu daganna eftir opnun gefa til kynna að tímabært var að opna vínbúð á þessu svæði.

Velkomin í nýja vínbúð í Skeifunni

13.06.2007

Höfum opnað nýja og glæsilega verslun í Skeifunni 5. Starfsfólk Vínbúðarinnar í Holtagörðum, sem nú hefur verið lokað, hefur flutt og mun nú þjónusta viðskiptavini sína á nýjum stað. Afgreiðslutími vínbúðarinnar verður 9-20 virka daga, en 11-18 á laugardögum. Verið velkomin!

Vínbúðinni Holtagörðum hefur verið lokað

31.05.2007

Vínbúðinni Holtagörðum hefur verið lokað vegna framkvæmda og breytinga á húsnæði. Ný vínbúð verður opnuð miðvikudaginn 13. júní í Skeifunni.

Lokað á mánudag

25.05.2007

Lokað er í vínbúðum mánudaginn 28.maí, annan í Hvítasunnu. Afgreiðslutími vínbúða á föstudag og laugardag er með hefðbundnum hætti.