Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Vínbúðin Austurstræti – sala á bjór í stykkjatali

21.08.2007

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri Reykjavíkur hefur farið þess á leit við ÁTVR að sölu á bjór í stykkjatali verði hætt í Vínbúðinni og jafnframt að hætt verði að selja kældan bjór. Erindi borgarstjóra hefur verið svarað.

Salan um verslunarmannahelgina

17.08.2007

Um 108 þúsund viðskiptavinir lögðu leið sína í vínbúðirnar í vikunni fyrir verslunarmannahelgina sem er í við færri en í sömu viku á síðasta ári...

Vínbúðin í Austurstræti

17.08.2007

ÁTVR hefur borist erindi frá borgarstjóra þar sem óskað eftir að hætt verði að selja bjór í stykkjatali í Vínbúðinni Austurstræti. Erindi borgarstjóra er í hefðbundnum farvegi og verður svarað innan tíðar. ÁTVR hyggst svara bréfi borgarstjóra áður en niðurstaða málsins verður kynnt fjölmiðlum.

Lokað mánudaginn 6.ágúst

14.08.2007

Vegna frídags verslunarmanna er LOKAÐ í vínbúðum, mánudaginn 6.ágúst.

Vínbúðin Kringlunni 20 ára

14.08.2007

Áfengi í hillum og listaverk á veggjum- svo hljómaði fyrirsögn greinar um Vínbúðina Kringlunni sem birtist í Morgunblaðinu þann 8. ágúst 1987. Vínbúðin átti ásamt Kringlunni 20 ára afmæli mánudaginn 13. ágúst. Vínbúðin Kringlunni skipar sess í sögu ÁTVR. Vínbúðin var fyrsta sjálfsafgreiðsluverslunin en fram að því höfðu viðskiptavinir einungis getað verslað áfengi 'yfir borðið' í þeim fjórum vínbúðum sem voru í Reykjavík. Það vakti því óneitanlega ánægju viðskiptavina að geta sjálfir gengið á milli hillna og valið það sem þeim leist best á.

Kringlan 20 ára!

13.08.2007

Mikið var um að vera á 20 ára afmæli Kringlunnar mánudaginn 13.ágúst. Viðskiptavinir Vínbúðarinnar í Kringlunni gæddu sér á kaffi og súkkulaði á meðan þeir skoðuðu úrvalið í Vínbúðinni. Við óskum Kringlunni innilega til hamingju með daginn!

Nýtt Vínblað!

07.08.2007

Nú er nýtt og ferskt Vínblað á leið í vínbúðir. Að þessu sinni er blaðið stútfullt af fróðlegu og skemmtilegu efni, umfjöllun um grillmat- og vín, girnileg uppskrift að Norðan og þróun í sölu áfengra drykkja svo fátt eitt sé nefnt. Það er því ráð að skella sér í næstu vínbúð og næla sér í glóðvolgt eintak af nýju Vínblaði!

Afgreiðslutími vínbúða um Verslunarmannahelgina

02.08.2007

Afgreiðslutími vínbúða um verslunarmannahelgina er með hefðbundnum hætti, nema annað sé sérstaklega tekið fram. LOKAÐ er mánudaginn 6.ágúst. Afgreiðslutími í Vínbúðinni Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi er sem hér segir...

Sala áfengis fyrir verslunarmannahelgi

21.07.2007

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í vínbúðunum. Á síðasta ári komu tæplega 110 þúsund viðskiptavinir í vínbúðirnar þessa viku, en í hefðbundinni viku í júlí koma á milli 70 og 80 þúsund viðskiptavinirnir í vínbúðirnar. Föstudagur er langstærsti söludagurinn í vínbúðunum þessa vikuna, sem aðrar, en milli 30‐35 þúsund viðskiptavinir koma í vínbúðirnar þann dag.

Viðtökur vonum framar

13.07.2007

Viðtökur viðskiptavina vegna nýrrar vínbúðar í Skeifunni eru vonum framar. Að sögn Regínu Arngrímsdóttir verslunarstjóra eru viðskiptavinir afar ánægðir með nýju Vínbúðina og þá sérstaklega aðgengið og staðsetninguna. Jafnframt er búðin rúmgóð og bjórkælir er í Vínbúðinni sem gleður margan viðskiptavininn. Starfsfólkið er jafnframt ánægt enda um að ræða bjarta og skemmtilega vínbúð.