Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis fyrir verslunarmannahelgi

21.07.2007

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í vínbúðunum. Á síðasta ári komu tæplega 110 þúsund viðskiptavinir í vínbúðirnar þessa viku, en í hefðbundinni viku í júlí koma á milli 70 og 80 þúsund viðskiptavinirnir í vínbúðirnar.

Sala áfengis fyrir verslunarmannahelgi

Föstudagur er langstærsti söludagurinn í vínbúðunum þessa vikuna, sem aðrar, en milli 30‐35 þúsund viðskiptavinir koma í vínbúðirnar þann dag.

Sala áfengis fyrir verslunarmannahelgi

Árið 2006 voru tæplega 700 þúsund lítrar seldir frá mánudegi til laugardags fyrir frídag verslunarmanna og var lítrafjöldinn svipaður og á árinu 2005.

Sala áfengis fyrir verslunarmannahelgi. Hlutfall bjórs af heildarlítrasölu

Tæplega 79% af seldu magni er bjór, sem er svipað hlutfall og þegar árið í heild er skoðað.