Fréttir

Stærri kælir í Vínbúðinni Skeifunni

19.02.2008

Nú standa yfir spennandi framkvæmdir í vínbúðinni Skeifunni þar sem kælirinn er stækkaður til muna. Í framhaldinu verður hægt að koma öllum bjór Vínbúðarinnar fyrir í kælinum og koma þannig til móts við óskir viðskiptavina. Starfsfólk Vínbúðarinnar hefur ekki látið sitt eftir liggja í breytingunum og allir lagst á eitt svo framkvæmdirnar gangi hratt og snurðulaust fyrir sig. Að sögn verslunarstjóra hafa viðskiptavinir sem lagt hafa leið sína í Skeifuna sýnt mikla þolinmæði og margir hafa tjáð ánægju sína með breytinguna.

Heimur vínsins

15.02.2008

Norræna húsið stendur fyrir ráðstefnunni Ný norræn matargerðarlist, dagana 17.-24.febrúar. Um er að ræða veislu bragðlauka, hönnunar, sköpunargleði og samkeppnishæfni. Vínráðgjafar Vínbúðanna verða með fyrirlestur á ráðstefnunni undir yfirskriftinni Heimur vínsins (Introduction to the world of wine). Fyrirlestrarnir verða þriðjudaginn 19.feb. kl. 16:00, laugardaginn 23.feb. kl. 17:00 og sunnudaginn 24.feb. kl. 16:00. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Norræna hússins, www.nordice.is.

Nýtt húsnæði fyrir Vínbúðina í Keflavík

13.02.2008

ÁTVR hefur undirritað samning um leigu á húsnæði fyrir Vínbúð við Krossmóa 4 í Reykjanesbæ. Um er að ræða nýtt, tæplega 500 fm húsnæði sem verður sambyggt verslun Samkaupa. Verslunarrýmið, sem er enn í byggingu, verður bjart og skemmtilegt og aðkoma góð. Áætlað er að opna nýju Vínbúðina í nóvember næstkomandi og loka um leið Vínbúðinni við Hafnargötu. Á sama tíma mun nafni verslunarinnar breytt í Vínbúðin Reykjanesbæ.

Geymsla léttvína

31.01.2008

Ekki batna öll vín við geymslu. Flest vín eru gerð með það fyrir augum að vera drukkin ung og halda sér kannski í 2-3 ár eftir að þau koma á markað. Þau vín sem batna við geymslu þurfa að hafa eitthvað til að bera sem heldur þeim lifandi í mörg ár...

Mikil umferð á vinbud.is yfir hátíðirnar

03.01.2008

Mikil umferð var á vinbud.is yfir hátíðirnar, en greinilegt er að viðskiptavinir okkar hafa tekið endurbættri vefsíðu fagnandi Fjöldi innlita á síðuna hefur aukist gríðarlega, en heimsóknir hafa aukist um tæp 1.200% frá því nýja vefsíðan var tekin í notkun, nú í október, en meðalfjöldi heimsókna sl. mánuði hefur verið um 32.000. Á Gamlársdag litu tæplega 6.000 manns við á síðunni, líklega til að kanna afgreiðslutíma vínbúða, nýta sér aðstoð vörulistans við að finna rétta vínið í partýið eða með steikinni eða jafnvel nálgast uppskriftir að kokteilum. Vínbúðirnar óska landsmönnum gleðilegs nýs árs!

Lokað víða 2.janúar

01.01.2008

Miðvikudaginn 2.janúar verður víða lokað vegna talningar í vínbúðum. Lokað verður allan daginn í Vínbúðunum á Eiðistorgi, Hafnafirði, Kringlunni, Smáralind og í Heiðrúnu. Aðrar vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu opna kl. 14:00 (eða þegar talningu lýkur). Vínbúðirnar á Akureyri, Keflavík og Selfossi verða opnar frá 16:00 - 18:00. Aðrar vínbúðir á landsbyggðinni opna þegar talningu lýkur og verða opnar til kl. 18:00. sjá nánar...

Lokað 30 desember en opið til 14 á gamlársdag!

27.12.2007

Vínbúðir eru LOKAÐAR sunnudaginn 30.desember, en skv. áfengislögum er óheimilt að hafa vínbúðir opnar á sunnudögum. Opið verður á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 28.des. og laugardaginn 29.des. til kl. 20:00 og til kl. 14:00 á gamlársdag. Lokað er 1.janúar, en miðvikudaginn 2.janúar verður víða lokað vegna talningar. Sjá nánar...

Úrvalsvín í vínbúðum

21.12.2007

Úrvalsvín eru vín sem vínráðgjafar okkar hafa valið sem bestu fáanlegu vínin í vínbúðunum hverju sinni, en í flokk úrvalsvína eru valdar 100 tegundir framúrskarandi vína. Listi úrvalsvína er birtur hér á vinbud.is, og er endurskoðaður mánaðarlega.

Lokað á Þorláksmessu og 30. desember

17.12.2007

Vínbúðirnar verða lokaðar bæði á Þorláksmessu og daginn fyrir gamlársdag að þessu sinni. Dagana ber upp á sunnudag og samkvæmt áfengislögum er óheimilt að hafa áfengisverslanir opnar á sunnudögum. Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma vínbúða um allt land er að finna með því að smella á auglýsinguna hér að ofan.

Innréttingar í gömlu vínbúðinni á Seyðisfirði

14.12.2007

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hætti ÁTVR rekstri vínbúðar að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði um mitt ár 2004. Þegar ÁTVR hættir að nota eigið húsnæði er venjan sú að viðkomandi eign sé ráðstafað í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 84/2007 og fyrirmælum reglugerðar nr. 206/2003 um ráðstöfun eigna ríkisins.