Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Enn fleiri vínráðgjafar í vínbúðir

06.11.2007

Enn fleiri vínráðgjafar í vínbúðir

Vínbúðirnar hafa undanfarin ár rekið Vínskóla vínbúðanna hugsaðan til að auka vöruþekkingu starfsmanna í þeim tilgangi að geta frætt og þjónað viðskiptavinum enn betur. Vínskóli vínbúðanna vinnur nú í samstarfi við einn virtasta vínskóla heims, WSET í London, en sú stofnun viðurkenndi einmitt Vínskóla vínbúðanna sem einn af þeim vínskólum sem væri hæfur til þess að kenna svokallað Advanced námskeið þeirra.

 

Nú þegar hafa 8 starfsmenn vínbúða útskrifast úr þessu virta námi, en mánudaginn 5. nóvember sl. fengu einmitt 4 þeirra viðurkenningu fyrir að hafa nýlokið prófi úr skólanum. Þessir einstaklingar starfa nú sem vínráðgjafar í vínbúðum ásamt þeim 4 sem fyrir voru og eru til taks til að veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf á hverjum degi.