Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Innréttingar í gömlu vínbúðinni á Seyðisfirði

14.12.2007

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hætti ÁTVR rekstri vínbúðar að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði um mitt ár 2004. Þegar ÁTVR hættir að nota eigið húsnæði er venjan sú að viðkomandi eign sé ráðstafað í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 84/2007 og fyrirmælum reglugerðar nr. 206/2003 um ráðstöfun eigna ríkisins.

Hátíðarvín

13.12.2007

Aðventa, jól og áramót er sá tími sem flestir gera vel við sig í mat og drykk. Sá hátíðarmatur sem við neytum í dag er fjölbreyttari en fyrir nokkrum árum og ber það hæst mikið úrval af villibráð íslenskri og innfluttri. Að sjálfsögðu er hefðbundinn jólamatur eins og hangikjöt, hamborgarhryggur, purusteik og kalkúnn enn á hátíðarborðum. Þá er það stóra spurningin, hvað drekkur maður með svona mat?

Smáverslanir ÁTVR á landsbyggðinni

11.12.2007

Í greinargerðinni með frumvarpinu er vísað í að einkaaðilar sjái um sölu á áfengum drykkjum og rekstur vínbúða fyrir ÁTVR. Þetta er alrangt. ÁTVR ber ábyrgð á og rekur allar vínbúðir á Íslandi óháð stærð og staðsetningu...

Tryggja átti varðveislu innréttinganna á Seyðisfirði

11.12.2007

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um innréttingar í fyrrum vínbúð ÁTVR að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði vill ÁTVR koma eftirfarandi á framfæri: ÁTVR harmar ef innréttingarnar hafa orðið fyrir einhverju tjóni við niðurtektina og vill fullvissa Seyðfirðinga og aðra Íslendinga um að fyrirtækið mun sjá til þess í samráði við heimamenn að innréttingunum sé fullur sómi sýndur og koma af myndarskap að endurgerð þeirra og uppsetningu þegar þar að kemur...

Nýtt Vínblað komið út

10.12.2007

Nú er nýtt Vínblað komið út og er sem endra nær fullt af fróðleik um vín og mat. Í blaðinu er að finna upplýsingar um hvernig vín henta með hátíðarmatnum, ítarleg grein um kampavínið, nokkur góð ráð til að kaupa vín eins og sérfræðingur, árgangatafla og fleira og fleira. Einnig skrifar Sigmar B. Hauksson áhugaverða grein um vín og villibráð. Blaðinu er dreift í allar vínbúðir á landinu og er gjaldfrjálst fyrir viðskiptavini.

Tuborg jólabjór áfram í vínbúðunum

07.12.2007

Í morgun var frétt í 24 stundum um aðskotahlut í Tuborg jólabjórflösku. Þegar í stað var brugðist við með því að stöðva sölu á umræddri vöru í öllum vínbúðum. Eftir staðfestingu frá Ölgerðinni um að hér væri um einstakt tilvik að ræða hefur sú ákvörðun verið tekin að hefja sölu aftur á umræddri tegund.

Hátíðarvín í vínbúðunum

19.11.2007

Nú er hægt að nálgast bækling um hátíðarvínin í vínbúðum. í honum eru upplýsingar sem auðvelda viðskiptavinum valið á víni með hátíðarmatnum, þeim sem þess óska, en einnig er að finna í bæklingnum ýmsar skemmtilegar upplýsingar um jólin.

Upplestur í tilefni dags íslenskrar tungu

17.11.2007

Lesin voru nokkur kvæði eftir Jónas Hallgrímsson í Vínbúðinni Heiðrúnu í tilefni dags íslenskrar tungu og 200 ára afmælis Jónasar í gær, föstudaginn 16.nóvember. Upplesturinn hófst upp úr kl. 14:00 og stóð í um 15-20 mínútur. Það var starfsfólk Borgarbókasafnsins í Árbæ sem bauð upp á þessa skemmtilegu uppákomu við góðar undirtektir viðskiptavina og starfsfólks Vínbúðarinnar.

Jólafólk óskast til starfa í vínbúðunum

12.11.2007

Jólafólk óskast til starfa í desember og kringum áramót, bæði í fullu starfi og hlutastarfi við sölu og þjónustu við viðskiptavini. Áhugasamir eru beðnir um að sækja um hjá Hagvangi á slóðinni www.hagvangur.is fyrir 25. nóvember nk...

Vínbúðin Húsavík flutt

08.11.2007

Vínbúðin á Húsavík hefur nú flutt sig um set að Garðarsbraut 21, í húsnæðið þar sem pósthúsið var áður. Viðskiptavinir eru velkomnir á nýjan stað frá og með föstudeginum 9.nóvember 2007.