Fréttir

4,7% aukning frá í fyrra

08.12.2008

Sala á tímabilinu janúar til nóvember jókst um 4,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala hvítvíns jókst um 14,5% á tímabilinu og sala rauðvíns um 5,1%.

Sala lagerbjórs og ókryddaðs brennivíns jókst um 4,4% og 7,0% á tímabilinu.

Pokasjóður afhendir 50 milljónir króna til Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar

05.12.2008

Pokasjóður afhenti í dag Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd 50 milljóna króna styrk til að styðja skjólstæðinga sína fyrir jólin og fram eftir vetri. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, tók á móti framlagi Pokasjóðs fyrir hönd þessara tveggja samtaka í hádeginu í gær.

Styrkurinn er í formi gjafakorta sem gilda í matvöruverslunum innan Pokasjóðs og eru notuð með sama hætti og greiðslukort. Inneign á kortunum er annars vegar 5.000 kr. og hins vegar 10.000 kr... sjá meira...

Sjónvarpsauglýsingin Láttu ekki vín breyta þér í svín tilnefnd til verðlauna á Eurobest hátíðinni

02.12.2008

Sjónvarpsauglýsingin Láttu ekki vín breyta þér í svín, sem auglýsingastofan ENNEMM gerði fyrir Vínbúðirnar, hefur verið tilnefnd ásamt fjórum öðrum auglýsingum til verðlauna í flokknum Public Health & Safety á evrópsku auglýsingahátíðinni Eurobest sem nú stendur yfir í Stokkhólmi.

Láttu ekki vín breyta þér í svín keppir við auglýsingar frá fjórum öðrum Evrópulöndum, en herferðin mældist gríðarlega sterk hér á Íslandi í mælingu sem Capacent gerði fyrir Vínbúðirnar.... sjá meira...

Villibráðarveisla í Vínbúðum

01.12.2008

Nú eru þemadagarnir Villibráðarveisla í Vínbúðunum. Gefinn hefur verið út bæklingur um villibráð og hátíðarmat, þar sem settar eru fram nokkrar hugmyndir um hvernig á að velja vín sem henta vel með slíkum mat.

Einnig hefur verið gefinn út uppskriftabæklingur með girnilegum uppskriftum frá Úlfari Finnbjörnssyni, villibráðarkokki. Í þeim bæklingi eru einnig tillögur að vínum með réttunum.

Verðbreyting í Vínbúðunum

27.11.2008

Verðbreyting, sem er að meðaltali 4,38% til hækkunar, tekur gildi í Vínbúðunum í dag. Verð breytist á 1023 tegundum af þeim 1706 tegundum áfengis sem eru í boði í Vínbúðunum, 160 tegundir lækka í verði, 863 hækka en verð verður áfram óbreytt á 683 tegundum.

Með verðbreytingunni koma Vínbúðirnar til móts við óskir innflytjenda um tíðari verðbreytingar vegna ástandsins í efnahagsmálum og mikilla gengisbreytinga. Álagningarprósenta ÁTVR helst óbreytt eins og áður og áfengisgjöld, sem vega þungt í útsöluverðinu, breytast ekki heldur.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í síma 560 7700.

Sala janúar til október 2008

12.11.2008

Sala á tímabilinu janúar til október jókst um 6,2% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 5,9% á tímabilinu og sala rauðvíns um 7,3%. Sala hvítvíns og ókryddaðs brennivíns jókst um 17% og 8,8% á tímabilinu.

„Verslunarmannahelgi“ í Vínbúðunum

04.11.2008

Föstudaginn 31. október komu tæplega 44 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar sem er nánast sami fjöldi og kom 1. ágúst síðastliðinn sem var föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi.

Í krónum var áfengissalan tæplega 319 milljónir. Sama dag var tóbakssala um 78 milljónir. Heildarsala ÁTVR 31. okt. var 397 milljónir en til samanburðar var salan föstudagurinn fyrir síðustu verslunarmannahelgi 387 milljónir. Salan var tæplega þrefalt meiri en á „hefðbundnum“ föstudegi í október.

Á hefðbundnum föstudegi eru meðaláfengiskaup viðskiptavinar um 4.200 krónur en föstudaginn 31. október voru meðalkaupin hins vegar 7.200 krónur.

Áfengi hækkar að meðaltali um 5,25% um mánaðamótin

31.10.2008

Verðlagningu vegna verðbreytinga áfengis 1. nóvember næstkomandi er lokið og mun áfengi hækka að meðaltali um 5,25% um þessi mánaðamót. Verð breytist á rúmlega helmingi þess áfengis sem er í boði í Vínbúðunum.

Gengisbreytingar undanfarið hafa ekki eins mikil áhrif til hækkunar á útsöluverði áfengis og margir hafa búist við. Ástæðan er sú að áfengisgjöld, sem vega þungt í útsöluverðinu, breytast ekki. Þá er álagningaprósenta ÁTVR óbreytt.

Hvernig á að smakka vín?

28.10.2008

Þegar smakka á vín verður að hafa ákveðna hluti í huga. Smakkararnir verða að vera vel fyrir kallaðir, lýsingin góð, loftræsting þarf að vera í lagi og hitastig í rýminu skiptir vissulega máli. Rétt hitastig á vínunum er einnig mikilvægt atriði að ógleymdum glösunum sem drekka á úr. Ílátin í smökkunarherberginu skipta svo að sjálfsögðu máli og það hvernig vínið sjálft er smakkað.

Meðfylgjandi grein er eftir Gissur Kristinsson, vínráðgjafa Vínbúðanna.

Lífræn ræktun

14.10.2008

Við höfum öll heyrt á þetta minnst en hvað er þetta fyrirbæri „lífræn ræktun“? Kannski verður maður að spyrja sig fyrst, hvað er ekki lífræn ræktun. Lífræn ræktun hefur í för með sér mikinn aga og gjörbreytt viðhorf til ræktunar, sem og umhverfisins sjálfs, enda mætti segja að þetta sé langtímaskuldbinding, á móts við skyndilausnina sem notkun kemískra efna er. En hlutverk lífrænnar ræktunar er, á öllum stigum, að hlúa að lífríkinu, allt frá smæstu lífverum í jarðvegi, til mannsins sem neytir afurðanna.

(sjá nánar grein úr Vínblaðinu)